Færsluflokkur: Fjölmiðlar
25.1.2009 | 09:29
Geir Haarde hættir. Nú horfa Sjálfstæðismenn eftir nýju formannsefni.
Nú er Geir Haarde búinn að ákveða að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá verða flokksmenn að horfa á flóru þeirra manna sem best verður treystandi til þessa starfa. Eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum þá er fylgi flokksins í lámarki sé horft til nokkurra ára til baka.
Það eru tveir einstaklingar sem koma sterklega til greina sem formannsefni Sjálfstæðisflokksins, í fyrstalagi er það Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Það sem mælir með Hönnu Birnu er kraftur hennar í að halda borgarstjórninni á jörðinni og vinna að málefnum borgarinnar utan við fjölmiðla.
22.1.2009 | 21:02
Mörður Árnason og hans niðurrifs hópur kemur sínu fram.
Það er sorglegt að sjá Mörð Árnason og fylgifiska hans ráðast á liggjandi veikan formann, það liggur alveg ljóst fyrir að Marðar hópurinn var aldrei sáttur við samstarf núverandi stjórnarflokka og hefur Mörður reynt eins rjúpan við staur að setja stein í götu þessa samstarfs. Meira segja er Össur farinn að vinna að myndun stjórnar með VG sem hafa gefið út að ESB aðild komi aldrei til greina.
Ingibjörg sem nú liggur veik á sjúkrahúsi i Stokkhólmi verður nú berjast við splundraðan flokk sem áður gekk undir nafninu Samfylking, en hver eru nú nöfnin á öllum flokksbrotum sem voru í Samfylkingunni sálugu.
Þetta er ekki skemmtileg upplifun hjá núverandi fárveikum formanni Samfylkingar að horfa upp á flokkinn sinn splundrast í smá hluta vegna hræðslu og hugleysi flokksmanna.
Ég vil óska Ingibjögur Sólrun góðum bata í veikindum sínum.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 06:45
Samfyrlkingin er í andaslitrum, hefur ekki úthald lengur
Það er soglegt að sjá og heyra t.d varaformann Samfylkingar ráðast aftan að veikum formanni sínum ásamt fleirum úr þeim hópi sem ekki hefur en sætt sig við að Ingibjörg var kosin formaður í stað Össurar.
Það er algjör skömm á þessu fólki sem fer svona á bak við sinn formann og ætlar að gera hallarbyltingu nú þegar Ingibjörg liggur sjúk á sjúkrahúsi, neðar komast menn ekki í ömurlegheitum.
21.1.2009 | 21:22
Mikið skelfing leggst fréttamaðurinn Sindri Sindrason lágt.
Mikil er undirliggjandi íllska út í Sjálfstæðisflokkinn úr herbúðum Jóns Ásgeirs.Í kvöld þegar Sindri Sindrason fékk forsætisráðherra til að mæta í viðtal. Sindri var sér til ævarandi skammar í þessum þætti, hann virtist vera úttaugaður af reiði í garð Geirs Haarde forsætisráðherra í kvöld, sem lýsti sér þannig að Geir fékk aldrei tækifæri til að svara spurningum Sindra, en eins og alþjóð veit þá var Sindri upplýsingafulltrúi Jóns Ásgeirs. Ef fréttamaður vill láta fólkið hafa trú á sér þá verður hann að sýna lámarks kurteisi, en það gerði Sindri ekki í kvöld.
Þegar fulltrúar stjórnarflokkana eru fengnir til að mæta í spjallþætti þá verður að ætlast til lámarks kurteisi af þeim. Sigmundur Ernir hlýtur að taka þennan dreng á teppið og veita honum áminningu.
Sindri er meir maður ef hann biður forsætisráðherra afsökunar á framferði sínu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar