16.5.2010 | 20:49
Andvana ríkistjórn.
Það er eins og þessi ríkistjórn sé búinn með alla orku, búinn að gefast upp á að koma atvinnulífinu í gang.
Ég skil ekki af hverju bankarnir eru ekki farnir að ráða til sín fólk til að setja kraft í að laga allar þær íbúðablokkir, raðhús, einbýlishús og iðnaðarhúsnæði sem nú liggur undir skemmdum. Ef bankarnir leggðu nú myndarlega fjárupphæð í að enduruppbyggja þessar eignir áður en þær verða ónýtar. Með þessu væri hægt að skapa fullt af störfum bæði fyrir iðnaðarmenn og þjónustu hverskonar. Mér finnst þetta liggja á borðinu bara skella sér í þessi verkefni, um leið fær þjóðin smá vonarneista, ríkisjóður fær tekjur af sköttum, verslun eykst og svo framvegis.
Nú ætlar þessi ríkistjórn bara að drepa alla þá sem teljast til millistéttar þessa lands, en það er sú stétt fólks sem hefur haldið þessu landi á floti með eyðslu og skattgreiðslum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki nóg með það heldur hafa þessir aular lagt fram frumvarp um hvalveiðar eina ferðina enn sem getur tekið allt að tvo mánuði að afgreiða og svo þegar því er lokið fer í gang allskonar kerfisvinna sem gæti tekið aðra tvo mánuði. Þetta eru einhver 150 störf sem tapast þarna. Þvílik aulastjórn. Það er ekki nóg með að bankarnir og lífeyrissjóðirnir hafi rænt okkur sparnaðinum, heldur fáum við í ofanálag ríkisstjórn sem er full af aulum sem er að ræna okkur atvinnunni.
Hvalveiðar.
Til Hamingju með daginn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.