4.12.2008 | 22:00
Alltaf er Davíð jafn flottur!
Það fer engin í spor Davíðs hann er alltaf jafn flottur, lætur þennan æsingar lýð hreyfa við staðfestu sinni. Það er engin annar betri en Davíð í stól Seðlabankastjóra við þessar aðstæður. Þetta útspil hjá honum um að hann komi aftur í stjórnmálin eru alveg briljant, nú velta fjölmiðlar sér uppúr þessu næstu daga og gleyma því sem mestu skiptir máli en það eru efnahagsmál. Þegar varaformaður Samfylkingar öskrar sig hásan og heimtar að Seðlabankastjóri hverfi úr bankanum vegna þess að hann sé rúinn trausti, þá ætti þessi drengur að líta sér nær því að varformaður Samfylkingar hefur engar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar enda engin furða hann hefur aldrei dýft hendi í kalt vant alla sína ævi, hefur lifað á kvótapeningum, þessi drengur ætti að skammast sín. Hann er einn af þessum alþingismönnum sem ætti að segja afsér ekki seinna en núna!
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt rétt sem þú segir, Hr. Skúli.
Baldur Fjölnisson, 4.12.2008 kl. 22:12
Enn einn kjósandi sem finnst gaman að hafa óréttvísan valdníðing til þess leiða þjóðina og finnst töff að ljúga og breiða yfir sannleikann.
Davíð er allt annað en flottur. Ef hann væri flottur mundi hann afþakka lífvörð og lögreglufylgd eins og varaformaður Samfylkingarinnar.
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.12.2008 kl. 22:12
Ertu að meina: Bara cool að koma þjóðinni í þær hörmungar þar sem fólk missir vinnu og íbúðir, úr því að það er Davíð sem stendur fyrir showinu ?
hilmar jónsson, 4.12.2008 kl. 22:22
Ég er sammála þér Skúli. Það hefur aldrei neinn getað hreyft við Davíð og sama hvað allir eru ósammála honum og allir brjálaðir út í hans afstöðu þá haggar enginn við honum. Svo kemur alltaf í ljós á endanum að það var Davíð sem hafði rétt fyrir sér. Þá segir enginn neitt meir.
Sæll Rúnar.
Ég held að það sé meiri ástæða fyrir Davíð að hafa lífverði en varaformann samfylkingar. Við skulum ekki gleyma því að hérna um daginn var ráðist inn í seðlabankann og þeir sem að því stóðu ætluðu sér að bera Davíð út. Lífvarða- og lögreglufylgdin sem Davíð hýtur nú er að mínu mati nausynleg við þessar aðstæður.
Axel (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:29
Þið þurfið að hugsa þetta út frá geðveilusmjörklípuhugmyndafræðinni.
Það er ekki nema sirka einn af hverjum þrjátíu sækópat.
Baldur Fjölnisson, 4.12.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.