Stýrivextir, er fólkið hætt að hugsa um vexti. Eru fjölmiðlar sofnaðir á verðinum?

Það verður ekki vart við að fólk tali um þessa himinháu vexti sem er að drepa bæði fyrirtæki og einstaklinga, 29. janúar næstkomandi er vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans, hvað gerist þá? Á að hækka stýrivexti en meira svo þeir sem eru með verðtryggð láni fari endanlega á hausinn. Það virðist allt snúast nú um þá sem hafa tekið myntkörfulán, en það má ekki gleyma öllum þeim sem eru með verðtryggð lán á aleigu sinni. Fjölmiðlar verða að hamra á þessu óréttlæti, ekki gleyma sér í pólitískum flokkaflækingum.

Fjölmiðlar eru sofnaðir á vaktinni, það er sorglegt til að vita að 4. valdið er að missa áhuga á efnahagsástandi þjóðarinnar. Í staðinn eru fjölmiðlar uppteknir af Gasa, víst á það fólk bátt, en við búum á Íslandi, fjölmiðlar mega ekki gleyma hlutverki sínu.

 Það verður að krefja stjórnvöld svara ekki láta þau komast um með að gera ekki neitt, það er ekki ásættanlegt. Við hin þögli meirihluti krefjumst svara.

Það verður að koma gengismálum þjóðarinnar í lag, við byggjum þetta land erum eins og í brotsjó, við vitum ekki hvort bátnum hvolfir eða réttir við. Þetta gengur ekki lengur, en og aftur látum stjórnvöld ekki í friði. Stjórnvöld verða að skella sér í vertíðar búninginn, taka hendur úr vösum og ráðast á árarnar svo hægt verði að ná bátnum úr brotsjónum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

breyta stýrivextir nokkru á þessum venjulegu húsnæðislánum. Ég held að það séu aðallega samtímalán yfirdráttur sem taka breytingum stýrivaxta og atvinnulífið er með mikið af þess háttar lánum það er atvinnulífið sem ekki þolir vextina og stefnir lóðrétt á hausin kannski er það tilgangurinn. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband