Steingrímur J er algjör gúnga, nú skríður hann fyrir IMF fulltrúum.

Nú skríður Steingrímur J. fyrir fulltrúum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum sem eru staddir hér á landi. Það eru ekki liðinn mánuður síðan Steingrímur stóð í pontu á Alþingi og gargaði sig hásann um það að ef hann réði ríkjum þá skildi nú þessi IMF sjóður ekki komast upp með neitt múður.

En hver er nú staðreyndin, jú Steingrímur er eins og viljalaust verkfæri í höndum þessa manna.


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst svo skondið að hvað það fer í taugarnar á hægrimönnum að Steingrímur skuli ekki slíta samningnum við Alþjóða gjaldeyrisstjóðinn.

Steingrímur er ekki einn í ríkisstjórn.

Þó svo VG hafi gert athugasemdir við þann samning og verið á móti því að sú leið yrði valin fyrst, þýðir það ekki að þeir ætlist til þess að samningnum verði rift. Hins vegar er ekkert athugavert við að reynt verði að ná betri samningum við þetta apparat. Það er jú altént Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem heimtar háa stýrivexti og ætlar með því alveg að drepa íslensk fyrirtæki og heimili.

Hver græðir á háum stýrivöxtum?

Jú, þeir sem eiga peninga í bönkum. Og hverjir eiga peninga í bönkum?

Ekki almenningur á Íslandi, því útrásarvíkingarnir hirtu það allt og skelltu þjóðinni á afturendann, enda var lagaumgjörðin hönnuð í þeirra þágu. Og hverjir sömdu lögin? Þeir sem réðu síðustu 18 ár.

Það er með ólíkindum að hægrimenn hafi á móti því að Steingrímur semji við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Enda hefur enginn á móti því í raun, en menn eru bara svekktir yfir því hvað hann er snjall. 

Hann breytti ekki ákvörðun Einars K. um hvalveiðar, en setti fyrirvara sem eru eðlilegir og hann ætlar að ná betri samningum við gjaldeyrissjóðinn. 

Er þetta ekki nákvæmlega það sem þarf við núverandi aðstæður?

Það fer ótrúlega í taugarnar á sumum að Steingrímur er rólegur og yfirvegaður í sínum ákvörðunum. Ekki var búist við því, er það?

Gústaf´´Gústafsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:46

2 identicon

SJS - aðhlátursefni þjóðarinnar - stefna VG - nýju fötin keisarans - bara tal ekkert efni - eins og það sem er að því er virðist bæði utaná og innaní hausnum á honum

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband