Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Loksins, loksins.

Það var nú tími til kominn að auglýsa þessar bankastjórastöður, hvað vakti fyrir stjórn þessa lands að draga þetta svona lengi. Þetta fólk sem stjórnvöldu völdu í þessar stöður voru einfaldlega stjórnendateymi í gömlu gjaldþrotabönkunum og hafa ekkert traust út fyrir landsteinana þessa lands.

Vona bara að það verða ekki valdir flokksgæðingar í þessa stöður, það má ekki gerast.

Við verðum líka að velja nýja forystu  fyrir stjórnmálaflokkana, þeir eru rúnir trausti.


mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextir, er fólkið hætt að hugsa um vexti. Eru fjölmiðlar sofnaðir á verðinum?

Það verður ekki vart við að fólk tali um þessa himinháu vexti sem er að drepa bæði fyrirtæki og einstaklinga, 29. janúar næstkomandi er vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans, hvað gerist þá? Á að hækka stýrivexti en meira svo þeir sem eru með verðtryggð láni fari endanlega á hausinn. Það virðist allt snúast nú um þá sem hafa tekið myntkörfulán, en það má ekki gleyma öllum þeim sem eru með verðtryggð lán á aleigu sinni. Fjölmiðlar verða að hamra á þessu óréttlæti, ekki gleyma sér í pólitískum flokkaflækingum.

Fjölmiðlar eru sofnaðir á vaktinni, það er sorglegt til að vita að 4. valdið er að missa áhuga á efnahagsástandi þjóðarinnar. Í staðinn eru fjölmiðlar uppteknir af Gasa, víst á það fólk bátt, en við búum á Íslandi, fjölmiðlar mega ekki gleyma hlutverki sínu.

 Það verður að krefja stjórnvöld svara ekki láta þau komast um með að gera ekki neitt, það er ekki ásættanlegt. Við hin þögli meirihluti krefjumst svara.

Það verður að koma gengismálum þjóðarinnar í lag, við byggjum þetta land erum eins og í brotsjó, við vitum ekki hvort bátnum hvolfir eða réttir við. Þetta gengur ekki lengur, en og aftur látum stjórnvöld ekki í friði. Stjórnvöld verða að skella sér í vertíðar búninginn, taka hendur úr vösum og ráðast á árarnar svo hægt verði að ná bátnum úr brotsjónum.

 


Loksins er einhver úr Sjálfstæðisflokknum farinn að benda á leiðir.

Þau orð sem Bjarni Ben hefur látið frá sér fara á fundi auðlindahóps Evrópumála Sjálfstæðisflokksins eru í tíma töluð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert neitt til að upplýsa þjóðina um stefnu í peningamálum, sú stefna Geirs Haarde er að gera ekki neitt hefur hlotið skipsbrot.

Sjálfstæðisflokkinn vantar mann sem þorir að taka ákvarðanir og framfylgja þeim, þessa forystu hefur Sjálfstæðisflokkinn  skort þ.e  kjark og þor.

Bjarni Ben virðist hafa þessa eiginleika, við sem eru ósátt við núverandi forystu verðum hópast saman til að hvetja Bjarna til að ganga til verks og bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi flokksins sem verður innan fárra daga. Ef Sjálfstæðisflokkurinn finnur ekki öfluga forystusveit á næsta landsfundi flokksins þá verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki með í næstu ríkistjórn, því fólk hefur því miður ekki lengur trú þessari forystusveit sem nú er að stýra íslensuþjóðinni beint í heljargreipar, fyrirtæki að verða gjaldþrota, gjaldeyrismáli í algjörlegum ólestri, fólkið er að missa allar eigur sínar, skólar og heibryggðiskerfi  eru flosnar upp, fólk flýr land í stórum hópum og svo framvegis.

Ég skora á þig Bjarni Benediktsson að þú gefir nú kost á þér til formanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta landsfundi, eins vil ég sjá Illuga Gunnarsson, Sigurð Kára, Gunnlaug Þór koma nú ákveðnir fram og bjóða sig til forystuhlutverka.


mbl.is Flokksforystan fái opið umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisskattstjóri gefur úlpur í ljóagjöf, er það réttlætanlegt í þessu árferði.?

Á samatíma og allir verða að draga saman seglin þá gefur ríkisskattstjóri úlpur í jóagjöf (20 þús kr stk x ? )

Hvaða ráðstöfunarrétt hefur þessi stofnun á peningum þjóðarinnar? Mér finnst þetta vera algjör lákúra að nota þessa peninga í svona hluti og ekki samboðið þessari stofnun sem sækir hverja krónu til skattborgara þessa lands til reksturs.

Fjármálaráðherra á að taka fyrir svona bruðl á tímum samdráttar og skattahækkana.


Áramótaskaupið var hryllilega lélegt.

Mér fannst áramótaskaupið hryllilega lélegt.

Það á að hætta að eiða peningum okkar svona vitleysu , ríkisútvarp/sjónvarp ætti frekar að setja þessa peninga í hallarekstur hjá þessari stofnun.

Þetta var eins og fréttaannáll ekki skemmtidagskrá, sem sagt algjörlega misheppnað.


Sápukúluflokkur, Samfylkingin er umboðslaus í ESB.

Hvernig væri nú að þessi flokkur (ef flokk skildi nú kalla) sýni þjóðinni það óyggjandi að til sér landsfundarsamþykkt fyrir því að Samfylkingin megi hefja könnuðarviðræður við ESB. Það lítur svo út að þessi umræða hjá forystu flokksins sé eins og sápukúla sem springi á næsta landþingi ef flokksforystan þorir þá að hafa þetta ESB mál á dagskrá.

 


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefði konan átt að vera búinn biðja um ,,sjálf,,

Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er veruleikafyrt, eins og þessi Elín er og viðist hafa verið í langan tíma. Að sjálfsögðu átti þessi kona að vera búinn að óska eftir lækkun launa sinna sjálf en ekki vera svona gráðug.

Hún ekur um á bíl sem er í eigu bankans þ.e bíl sem íslenska þjóðin á og rekur, eru það ekki laun að hafa frían bíl.

Þessi  launa lækkun þ.e 450 þús borga atvinnuleysisbætur til 3. einstaklinga.


mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við íslendingar eigum góða nágranna þjóð.

Færeyingar eru miklir vinir og stuðningsmenn við okkur íslendinga bæði sem þjóð og einstaklinga, því miður eru Bretar ekki með þennan vinarhug. Ég vil þakka Færeyingum fyrir að rétta okkur 300 miljóna danskra krónu gjaldeyrislán. Vonandi verður þessum peningum vel varið. Þessa peninga má ekki afhenda fólki sem kom okkur í þessa stöðu, því alltaf er það almenningur sem borgar enginn annar.
mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af þessu Baugsmáli.

Mér finnst komið nóg af þessari þráhyggju ríkislögreglustjóra og hans fylgisveina, það er búið að henda  miljóna hundruðum út um gluggann, á virkilega að henda nokkrum hundruðum miljóna nú aftur út um gluggann. Ég segi NEI - þessum peningum er betur varið til að bjarga gjaldþrotaeinstaklingum og eða fyrirtækjum frá gjaldþroti, við verðum að koma atvinnulífinu í gang en ekki standa í þessu gjaldþrota málsóknum á hendur Baugsfólkinu. Ef einhverjir eru komnir í eineltishólpin þá eru það Baugsfeðgar  og aðrir samstarfsfólk.

Það er betur komið að setja þetta fólk í störf við að reisa íslensku þjóðin upp úr öldudalnum, þ.e styðja við bakið vonleysi einstaklinga með brostin heimili

Björn Bjarnason þú er skinsamri en það að þú látir þessa vinnu fari í gang með tilheyrandi niðurlægingu skömm eins og öll hin málin sem ríkið tapaði. NEI hættið við þetta og notið þessa peninga í annað betra. 


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svartsýnisspá Seðlabankans að rætast, húsnæðis verð lækka um tugi %.

Nú eru farnar að sjást tölur sem sýna 16%  raunlækkun fasteigna, verstu spár eru 25-30% þetta eru skelfilegar tölur, það er verið að tala um aleigu fólks. Það virðist vera lítill skilningur á að mikið af fólki er að tapa eignum sínum, hvað verður um þetta fólk þegar það hefur lent í vanskilum og þeim hremmingum sem því fylgja, komin á vanskilaskrá í bönkum, þetta lítur þannig út að þetta blessaða fólk fær ekki nein lán þegar atvinnulífið kemst aftur á fæturna og fólk fer að  vinna. Það má ekki úthýsa þessu fólki, það verður að hugsa fyrir þessu. 

En til að bjarga fólki frá þessari skelfilegu lífsreynslu þá verða stjórnvöld að koma atvinnulífi og fyrirtækjum í gang ekki drepa atvinnulífið niður.


mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband