Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2008 | 20:31
Óskum eftir sjá patent lausn VG á efnahagsvanda Íslands!
Ég hlustaði Ögmund Jónasson í kvöld á einni útvarps fréttastofunni, þar var Ögmundur spurður ítrekað um hverjar væru patentlausnir VG á efnahagsvandanum, Ögmundur kunni engin svör fór eins og köttur um heitan graut, mér finnst Ögmundur koma illa fram við Íslensku þjóðina því hann lætur stöðugt að því liggja að ríkistjórnin kunni ekki til verka og geri allt rangt.
Mér finnst það mesta niðurlægin að þingmaður VG skuli hafa staðið að mótmælum við Lögreglustöðina á laugardaginn s.l og réttlætt þær aðgerðir sem þar voru unnar.
22.11.2008 | 10:04
Við viljum engar kosnigar það varður að koma skútunni í gengum brimskaflinn fyrst!!
17.11.2008 | 19:55
Steingrímur J. S. mér verður íllt að hlusta á svona óábyrgan mann.
15.11.2008 | 20:34
Verðtrygging lána.
Afhverju ekki ganga allaleið og afnema verðtryggingu í 1 - 2 ár á meðan þessi fjármálakreppa gengur yfir. Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu á ekki að missa eigur sínar í þessari fjármálakreppu. Félagsmálaráðherra verður að hafa þann kjark og þor sem hún er alltaf að tala um í fjölmiðlum.
Er nú Framsóknarflokkurinn kominn á fullaferð í ESB umræðuna? Þetta er það sem þarf í pólitík en það er að þora að taka ákvaranir.
14.11.2008 | 17:05
Alltaf er Sjálfstæðisflokkur samur við sig ,,kjarkleysið uppmálað,,
Það nýjasta sem Sjálfstæðisflokkur er að gera í gjaldeyrismálum er að stofna nefnd og hverjir eru settir fremstir í þessa nefnd, það eru menn sem hafa ekki þor né kjark til að hafa sjálfstæða skoðun í gjaldeyrismáli þeir láta Geir Haarde og Davíð Oddsson segja sér fyrir verkum og það segir okkur bara eitt, það kemur ekkert út úr þessari nefnd. Nú ætlar flokksforystan að svæfa þetta gjaldeyrismál, eini möguleikinn að Sjálfstæðisflokkum verði haldið við efnið er ákveðni Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB fyrir lok þessa kjörtímabils.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki en kjark til að senda alla Seðlabankastjórnina heim.
Það verður að taka til og stofna nýjan Sjálfstæðiflokk sem saman stendur af fólki úr grasrótinn, því það fólkið sem veit hvar hjartað slær og hvað þarf til og hvernig á að hafa fyrir hlutunum. Mér sýnist flestir þeir sem sitja fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þingi vera lið sem aldei hefur díft hendi í kallt vatn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2008 | 19:39
Er ríkistjórnin frosinn!
Það er eins og forystumaður ríkistjórnar íslands sé frosinn. Það koma engar nýjar tillögur, engar bjögunaraðgerðir, engin stefna í uppbyggingarmálum, engin stefna í peningamálum. Íslendingar vilja fá stefnu í peningamálum ekki seinna en strax. Ætlar ríkistjórnin að láta eigur fólksins í landinu brenna upp í óðaverðbólgu?
3.11.2008 | 20:12
Burt með aðstoðarmenn Alþingismanna.
Alþingismenn eiga að segja upp öllum sínum aðstoðarmönnum ekki seinna en núna, fyrir það fyrsta tilhvers var verið að ráða aðstoðarmenn, þessir einstaklingar sem sitja á þingi eiga einfaldlega að vinna sín verk sjálft því ekki skortir þeim aðgang að aðstoð út um allan bæ. Nú á sama tíma og öll þjóðin skeflur af áhyggjum um framtíð sína þá leyfa alþingismenn sér að bruðla svona með fé almennings.
Hvenær endar þetta endalausa sukk og svínarí í kringum stjórnarflokkana, nú síðast eru menn skipaðir til að rannsaka fyrir tæki sem synir þeirra hafa umsjón með.
Það hefur alveg gleymst að tala um það af Samfylkingarfólki að Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra hefur verð höfundur af öllum yfirtökum á bönkum og hann situr á mörgum stöðum beggja megin við borðið. Trúverðuleiki Samfylkingarinnar er algerlega brostinn og þessi flokkur er algjör froðsnakkari, sem er gefandi út allskonar ýfirlýsingar svo sem að Seðlabankinn sé ekki á þeirra ábyrgð, því líkt bull.
2.11.2008 | 21:28
Þorgerður Katrín og ESB
2.11.2008 | 21:15
VG og Steingrímur
Að hlusta á VG þessa dagana þá verður manni flökurt, þeir þykjast hafa ráð undir rifi hverju og VG þykist geta leyst efnahagsmálin á svipstundu en hverjar skyldu lausnirnar vera. Að kjósa og hvað svo.!!
Ekki vill VG fara í viðræður við ESB, ég hlustaði á Steingrím í dag, það kom ekkert fram í þessum þætti annað en að við íslendingar gætum hugsanlega tekið upp viðræður við Normenn um að taka upp norskukrónuna, ekki leysir það brýnustu mál okkar nú.
Nei Steingrímur og félagar verða að gera meira en bara baula á núverandi stjórn. VG ætti frekar að koma með góðar hugmyndir að lausnum sem gætu komið fólkinu til góða sem nú er t.d að missa vinnuna og jafnvel heimili sín.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar