Færsluflokkur: Dægurmál

Þetta hefði konan átt að vera búinn biðja um ,,sjálf,,

Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er veruleikafyrt, eins og þessi Elín er og viðist hafa verið í langan tíma. Að sjálfsögðu átti þessi kona að vera búinn að óska eftir lækkun launa sinna sjálf en ekki vera svona gráðug.

Hún ekur um á bíl sem er í eigu bankans þ.e bíl sem íslenska þjóðin á og rekur, eru það ekki laun að hafa frían bíl.

Þessi  launa lækkun þ.e 450 þús borga atvinnuleysisbætur til 3. einstaklinga.


mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við íslendingar eigum góða nágranna þjóð.

Færeyingar eru miklir vinir og stuðningsmenn við okkur íslendinga bæði sem þjóð og einstaklinga, því miður eru Bretar ekki með þennan vinarhug. Ég vil þakka Færeyingum fyrir að rétta okkur 300 miljóna danskra krónu gjaldeyrislán. Vonandi verður þessum peningum vel varið. Þessa peninga má ekki afhenda fólki sem kom okkur í þessa stöðu, því alltaf er það almenningur sem borgar enginn annar.
mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af þessu Baugsmáli.

Mér finnst komið nóg af þessari þráhyggju ríkislögreglustjóra og hans fylgisveina, það er búið að henda  miljóna hundruðum út um gluggann, á virkilega að henda nokkrum hundruðum miljóna nú aftur út um gluggann. Ég segi NEI - þessum peningum er betur varið til að bjarga gjaldþrotaeinstaklingum og eða fyrirtækjum frá gjaldþroti, við verðum að koma atvinnulífinu í gang en ekki standa í þessu gjaldþrota málsóknum á hendur Baugsfólkinu. Ef einhverjir eru komnir í eineltishólpin þá eru það Baugsfeðgar  og aðrir samstarfsfólk.

Það er betur komið að setja þetta fólk í störf við að reisa íslensku þjóðin upp úr öldudalnum, þ.e styðja við bakið vonleysi einstaklinga með brostin heimili

Björn Bjarnason þú er skinsamri en það að þú látir þessa vinnu fari í gang með tilheyrandi niðurlægingu skömm eins og öll hin málin sem ríkið tapaði. NEI hættið við þetta og notið þessa peninga í annað betra. 


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svartsýnisspá Seðlabankans að rætast, húsnæðis verð lækka um tugi %.

Nú eru farnar að sjást tölur sem sýna 16%  raunlækkun fasteigna, verstu spár eru 25-30% þetta eru skelfilegar tölur, það er verið að tala um aleigu fólks. Það virðist vera lítill skilningur á að mikið af fólki er að tapa eignum sínum, hvað verður um þetta fólk þegar það hefur lent í vanskilum og þeim hremmingum sem því fylgja, komin á vanskilaskrá í bönkum, þetta lítur þannig út að þetta blessaða fólk fær ekki nein lán þegar atvinnulífið kemst aftur á fæturna og fólk fer að  vinna. Það má ekki úthýsa þessu fólki, það verður að hugsa fyrir þessu. 

En til að bjarga fólki frá þessari skelfilegu lífsreynslu þá verða stjórnvöld að koma atvinnulífi og fyrirtækjum í gang ekki drepa atvinnulífið niður.


mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum nýja forystu til starfa í Sjálfstæðsiflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja forystu, Geir H. Haarde virðist ekki ráða við þetta stóra gjaldþrota mál íslensku þjóðarinnar. Geir sættir sig við að Davíð sitji í Seðlabankanum, Geir sættir sig við að Árni Matt sitji en sem fjármálaráðherra, Geir sættir sig við að varaformaður flokksins sé innvinkaður í fjármálasukkið hjá Kaupþingi og svona má lengi telja. Nú síðast kemur utanríkisráðherra og tilkynnir þjóðinni að ef Geir sitji ekki eins og hún vill þá verða kosningar. Hvers vegna er þessi staða kominn upp, jú  það liggur alveg dagljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft kjark til að taka ákvörðun hvert skal haldið t.d í gjaldeyrismálum, verðtryggingum á húsnæðismálum, launamálum bankastjóra, launum forstjóra fjármálaeftirlits og svo framvegis. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar bara að láta fasteignir landsmanna brenna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innan sinna raða mann eins og Pétur Blöndal sem sagði í útvarpsþætti um daginn að það væri í lagi að ungafólkið tapaði sínum fasteignum vegna þess að þessar eignir hefðu verið  keyptar of dýru verði - hverskonar málflutningur er þetta, Geir á að taka svona mál föstum tökum en hann hefur ekki kjark né þor. Auðvita á Geir Haarde að hætta núna hann er ekki maður sem getur staðið í brúnni við þessar erfiðu aðstæður, hann er bara fínn á hliðarlínunni.

Það verður að gera byltingu í að endurnýja forystu Sjálfstæðisflokksins  á næsta landsfundi, ég vil sjá Bjarna Ben sem formann flokksins og Guðlaug Þ sem varaformann þessir strákar er sú framfarasveit sem kann,getur, þorir og veit hvert á að stefna í t.d gjaldeyrismálum. Ég skora á þessa stráka að láta til skara skríða og fara að vinna í því að afla sér fylgis fyrir næsta landsþing.

   


SA. hvers vegna ekki birta þjóðinni niðurstöðuna ?

Tek undir með þeim sem vilja sjá niðurstöðu þessarar könnunar, það skipti okkur máli að sjá hver afstaða SA félaga er í þessu stóra máli sem eru, vegna þess að ég er ekki viss um að það sé okkur til bjargar að ganga í til samstarfs við ESB. Við  íslendingar eigum að taka upp gjaldeyristengingu við Norskukrónuna, vegna þess að þessar þjóðir eru í samstarfi í EES og mjög margt annað er svipað hjá þessum þjóðum svo sem fiskveiðar, orkumál og margt fleira.
mbl.is Dómsmálaráðherra: Hvers vegna birtir SA ekki niðurstöðu könnunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi en engna vegin næjanlegt í þessu árferði.

þegar laun stjórnenda  lífeyrissjóða eru skoðuð þá kemur í ljós að forstjórar og eða framkvæmdastjórar sjóðanna eru með 2- 3 miljónir kr í mánaðarlaun + launatengd gjöld sem eru ca 42% til viðbótar þessum launum og er þá kostnaðurinn  kominn í ca  3 - 4 miljónir á mánuði . Hvað þarf marga sjóðsfélaga til að greiða þennan kostnað - það væri nú sjálfsögð kurteisi þessara manna að upplýsa okkur lífeyrissjóðsgreiðendur um. Þessir menn hafa líka komið fjármagni svo fyrir að lífeyrissjóðir hafa tapað um 15% af heildarinneignum sínum - eru þetta ábyrgar gerðir og eigum við að greiða þessum mönnum laun fyrir að eyðileggja lífeyrissjóðina.


mbl.is Laun stjórnenda LV lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að fara rukka þessa útlegning !

það verður að fara að rukka þessa útlendinga sem eru að fara í glórulausar ferðir um hálendi Íslands. Nú síðast er verið að bjarga tveimur mönnum úr Básum.
mbl.is Menn fundust í Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjóri nýja Glitnis sleppur en. Bara gleymir 180 miljónum kr.

Það er alveg með ólíkindum að ,,bankastjóri,, geti gleymt að greiða 180 miljónir! Og takið eftir því að það er enginn í þessu þjóðfélagi sem gagnrýnir þessi lok á hennar viðskiptum við gamla Glitni, hvers vegna er fólk svona dofið. Hvað er að gerast í bankageiranum og hjá stjórnvöldum, hvernig er hægt að treysta persónu eins og bankastjóra nýja Glitnis þegar hún ,, geymir,, að greiða - mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Ég er vissum að viðskiptavinir nýja Glitnis geta ekki og komast ekki upp með það að ,,geyma,, að standa við skuldbindingar sínar. Birna það er þinn sómi að segja starfi þínu laun strax,!!!!!!!! 

180 miljónir eru laun  1364 atvinnulausra einstaklinga í einn mánuð, ekki neinir smápeningar.


Viðskipta sukkið er það rétt að byrja aftur.

Er viðskipta sukkið að byrja aftur - erum við íslendingar ekki búnir að fá nóg! Við getum ekki sætt okkur við að það sé hægt að henda út miljóna tugum og láta eins og ekkert sé. NEI TAKK. Bankarnir eru á bólakafi í að rétta gömlu viðskiptasvindlurum eigir sínar á silfurfati aftur. Það virðist ekkert viðskipta siðferði vera lengur til í þessu landi. 
mbl.is Next vildi þau eða ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband