Kjósum nýja forystu til starfa í Sjálfstæðsiflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja forystu, Geir H. Haarde virðist ekki ráða við þetta stóra gjaldþrota mál íslensku þjóðarinnar. Geir sættir sig við að Davíð sitji í Seðlabankanum, Geir sættir sig við að Árni Matt sitji en sem fjármálaráðherra, Geir sættir sig við að varaformaður flokksins sé innvinkaður í fjármálasukkið hjá Kaupþingi og svona má lengi telja. Nú síðast kemur utanríkisráðherra og tilkynnir þjóðinni að ef Geir sitji ekki eins og hún vill þá verða kosningar. Hvers vegna er þessi staða kominn upp, jú  það liggur alveg dagljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft kjark til að taka ákvörðun hvert skal haldið t.d í gjaldeyrismálum, verðtryggingum á húsnæðismálum, launamálum bankastjóra, launum forstjóra fjármálaeftirlits og svo framvegis. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar bara að láta fasteignir landsmanna brenna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innan sinna raða mann eins og Pétur Blöndal sem sagði í útvarpsþætti um daginn að það væri í lagi að ungafólkið tapaði sínum fasteignum vegna þess að þessar eignir hefðu verið  keyptar of dýru verði - hverskonar málflutningur er þetta, Geir á að taka svona mál föstum tökum en hann hefur ekki kjark né þor. Auðvita á Geir Haarde að hætta núna hann er ekki maður sem getur staðið í brúnni við þessar erfiðu aðstæður, hann er bara fínn á hliðarlínunni.

Það verður að gera byltingu í að endurnýja forystu Sjálfstæðisflokksins  á næsta landsfundi, ég vil sjá Bjarna Ben sem formann flokksins og Guðlaug Þ sem varaformann þessir strákar er sú framfarasveit sem kann,getur, þorir og veit hvert á að stefna í t.d gjaldeyrismálum. Ég skora á þessa stráka að láta til skara skríða og fara að vinna í því að afla sér fylgis fyrir næsta landsþing.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki spurning um líf eða dauða bæði Sjálfstæðisflokks og jafnvel þjóðarinnar, að nýtt fólk komist til forystu. Þeir sem hafa verið lengst við stjórnvölinn verða að átta sig á því að maður getur ekki hvort tveggja, búið til umhverfi sem leiðir til hruns og síðan að fá að byggja upp nýtt umhverfi sem á að vera til uppbyggingar.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:14

2 identicon

Skúli, Þetta er frábær grein hjá þér. Ég er sammála þér að mestu leiti með nýju framvarvasveitina. Þessi grein þyrfti að komast á vegginn, þú veist hvar.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 16876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband