Sturla Böðvarsson stendur sig vel - Steingrímur J. þolir aldrei réttmæta gagnrýni

Það er ekki á hverjum degi sem Sturla opnar á sér munninn eða skrifar greinar en betra er seint en aldrei, en blaðagreinin sem hann skrifar í mbl en þar hittir hann naglann á höfuðið, þessi ríkistjórn komst til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Ráðherrar í þessari minnihlutastjórn verða nú eins og hingað til að þola réttmæta gagnrýni.

Hvar er viðskiptaráðherra er búið að senda hann í útlegð til USA? Kannski hefur hann ekki sama kjarkinn og hann hafði áður en hann varð ráðherra, en þá vafðist honum ekki tunga um tönn þegar hann var að lýsa því hvað þáverandi ríkistjórn átti að gera til að bjarga t.d heimilum þessa lands.

Viðskiptaráðherra  hvar eru bjarghringirnir sem heimili og fyrirtækin eru að kalla eftir. Viðskiptaráðherra -  þú verður að hætta að eiða tímanum í útlöndum, þú átt að vinna hér heima.


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

ÆI hættið að væla greyin mín. Ykkar tími er liðinn. Rest in peace.

Davíð Löve., 5.3.2009 kl. 20:30

2 identicon

Þetta er nú meira grenjið í ykkur og minnir óneitanlega á upphlaupið sem var þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin í borgini eftir REI hneykslið.

 Það er sárt að viðurkenna að flokkurinn sem maður kaus er bara svikapakk eftir allt saman sem hefur hrúgað almanna fe´í hendurnar á auðmönnum. En ég veit alveg hvað þú gerir. Þú ferð bara í afneitun með öllum hinum og segir eitthvað gáfulegt eins og ,,það var fólk en ekki stefna sem brást" og svo ferð þú að kjörborðinu við næstu kosningar og kýst Sjálfstæðisflokkinn enn eina ferðina án þess að gagnrína nokkurn skapaðan hlut. Engu nær, en rosalega stoltur. ,,Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn" og allir vinirnir segja ,,vá er það"! Vissir þú að eftir því sem menntun er meiri þeim mun færri kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Maður veltir því stundum fyrir sér hvers vegna það er, er það af því þeir sem eru meira menntaðir eru búnir að bæði fylgjast betur með og kannski lesa sig meira til? Ég veit það ekki, en þetta er svipað og með sköpunarsögu biblíunnar, eftir því sem menn eru menntaðri, þeim mun færri trúa sögunni.

Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:31

3 identicon

Valsól, því er reyndar öfugt farið. Eftir því sem menntun fólks eykst, þeim mun líklegra er það til að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn. Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur frekar gegnt hagsmunum þeirra sem menntaðir eru heldur en þeirra sem eru ómenntaðir.

k (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Skúli Sigurðsson
Skúli Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband